Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2009 | 11:02
Hellúúúúú !!!!
fyrsti dagurinn í skólanum er að renna uppp...... Ég er búin að vera fara úr límingunum. Aumingja Halla og Lára þurfa að standast allar mínar væntingar. það gengur vonandi bara vel hjá þeim :o)))
Á sama tíma er svartsýnin alveg að fara með mig, allt er eitthvað svo óvíst að ég fékk kvíðakast í gær þegar ég var á leið í kór ,náði ekki andanum og sá vart út um augu fyrir tárum en tók þess í stað krappa beygju og fór frekar að hitta littla frændur mína sem voru að spila Disney spilið og höfðu ekki áhyggjur af neinu nema að geta ekki svarað rétt........
Hilmir er í Reykjavík að hitta selina eins og í jóladagatalinu. Maður er orðin háður þessum ormi----- hringir í hann á hverjum degi, hef ekkert svosem að segja , bara svona heyra í honum röddina. ´
Ég spurðan um daginn " Er ég bara alltaf að hringja í þig " ..........." JÁ".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2009 | 14:54
Ég er með gleraugu í dag. Fjólublá
Hef ég eitthvað að segja?....ég veit það ekki
Allavega hef ég verið á einhverju hípertrippi síðustu dagana. Með sjálfstraustið í botni og alltaf með "hnittin" svör á vörum.......vonandi endist það bara eitthvað frameftir ári :o))
Ég er búin að eignast nýja vini en sakna þeirra gömlu soldið mikið núna, sérstaklega eftir að maður fór að stunda fésið.... Þar eru þær duglegar að setja inn gamlar myndir og henda á mann línum af og til. Ég nefnilega á það til að vera ekki í bænum eða ver í"bænum"þegar loksins einhver kemur í heimsókn á Egils. Jæja þýðir ekki að væla það frkar enn annað ,það er bara að bæta úr því. Svo ég ætla að reyna með öllu afli að fara til Akureyrar í febrúar að Hitta Helgu og Eyrúnu og Krissa og alla þeirra maka og börn , vona að þið öll verðið heima :o) Látum ykkur vita vonandi með fyrirvara, ef mér tekst ...hahahahha ekki alveg sú skipulagðast ;oÞ Batnandi mönnum og konum er best að lifa.
Djöfu...... er ég spennt fyrir Idolinu maður......hvað er í gangi ......reyndar eru ófarir annara það fyndnasta í heimi og velgengni og hamingja annara besta sjónvarpsefnið svona smá tár og gleði með pizzunni og ölinu.
áframmmmm SIMMOJ'OI
Sjúgum rass ,mammer skass,reykjumm hasss,sjúgum rass .....Munið eftir döðlunum ;oÞ
Mamma mín þú ert samt ekkert skass
þú ert með sætann rass
og reykir ekki hass
luvja alll
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.1.2009 | 11:32
gubbinu lokið og mín á leið í skóla
jæja gubbið loks farið. Aldrei hef ég upplifað aðra eins úthreinsun!!!!!!
Ég fór í Bónus með móður og systur á þriðjudaginn í síðustuviku og fattaði þar að ég yrði að losa í uppkasti....held ég það fáránlegasta sem ég hef upplifað ,þar að segja alsgáð, að gubba á salerni í bónus og þurfa svo að þvo mér í framan og hendur og þurka og byrja svo allt aftur nema bara frá hinum endanum séð .........ekki mitt glæsilegasta augnablik verð ég að segja :o)
allavega nóg um gubb og gersemar að neðan..........
Við hjón fórum til sála í morgun sem var mjög fínt ,maður fær aðeins að pústa ánþess að maðurinn þekki nein deili á því sem við vorum að pústa um...... órtúlega gott fyrir sálina. Því næst var skundað í banka vor ( sem bæ ðe vei við vorum búin að vera að útúða fyrsta klukkutíma dagsins :o) ) og fengum þar flotta hjálp sem ætti vonandi að hjálpa okkur yfir erfiðasta hjallan næsta árið-----yessss meen.
Ég er því glöð í dag og stærsti hnúturin er flogin úr hreiðri, en kemur væntanlega aftur í hreiðrið , því hann er aldrei langt undan. Því miður er ég dugleg að hlúa að honum og er stanslaust að finna einhverju að kvíða. Vonandi verður stoppið allavega í nokkra daga núna.
Gellan er að skella sér í skóla ........ Grunndeild fataiðnaðar....... Það verður gaman. byrja helgina 23. jan. Þannig að ekkert þorrablót í ár :o(
Ég er á báðum áttum hvort ég sé svekkt yfir að komast ekki á blót , alltaf gaman á blóti en það er kostar hvítuna úr augunum í ár 6800.- kjall takk og blesssss. þannig þetta er 25.000.- sem við spörum þessa helgi , maður er svo helvíti drykkfeldur á blóti það er eins og maður þoli mikið meira en aðra daga :o)
sjú Stína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.1.2009 | 16:28
Gubb gubb
Mikill viðbjóður að gubba. Ekki skil ég hvernig hægt er að vera Anórex eða búlemíu sjúklingur, þetta er svo átakanlega sárt , sérstaklega ef það er ekkert til að gubba. En jákvæða hliðinn er að þetta styrkir magavöðvana, allavega er ég með harðsperrur í dag eftir átök gærdagsins.
Ég fór í singalong partý til Sigrúnar syss á laugardag, fyrir valinu var MAMMA MIA sem er snilldar mynd. Þetta var svona sérstök "karíókí" útgáfa. Hefðum þurft að vera aðeins fleiri , en við erum þá allavega búnar að æfa okkur.
Er að fara í kór. mikið hlakkar mig til, ætla að kóra úr mér lungun. Fyrsti tími er á fimmtudag. Ef einhver vill koma með er honum eða henni frjálst að mæta kl 1800 í tónskólann. Held ég sé búin að plata Stulla með mér. Hann stóð sig svo helvíti vel í brúkaupinu okkar.
Þarf að fara að borða eitthvað
luv Stína
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2009 | 15:12
Að sjálfsögðu er það gleðilegt ár.............
jæja þetta tókst það er komið nýtt ár........ Ég rétt meikaði það fram yfir miðnætti þá bara var þetta búið. Ég reyndi og reyndi að vekja mig , meiraðsegja kaffi en ekkert gekk þannig við hjónin vorum komin heim um 2 held ég. Aldrei í lífinu hef ég komið heim svona snemma á áramótum ......... ég hálf skammast mín...náði ekki einu sinni að hitta vinkonurnar hvað þá kíkja á ball.........jæja enn og aftur GAMLE GAMLE
Heyrðum í Kollu syss í gær hún er búin að redda sér 3 kokkanemaviðtölum og ekkert á slor stöðum Perlunni,Sjáfarkjallaranum og Silfrinu ......Gangi þér ógislega vel í dag Kolla mín.
over and át
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2008 | 14:19
Árið er bara að verða búið.........
Að sjálfsögðu verður matur og meðví hjá Birnu "mömmu" á gamlárs. Það kemur bara ekki nýtt ár ef ég fæ ekki að kyssa alla fjölskylduna fyrir framan húsið hjá Birnu og Stebba.
Brennan er kl 17, sem mér finnst vera alger snilld, því þá er tími fyrir eitt spil milli mats og skaups. í stað þess að háma ísig þurfa að rjúka af stað í kraftgallann og húfuna og taka allan þann bjór sem kemst í alla vasa hjá mér og öllum sem hugsanlega hafa skúmaskot. Þetta var líka alltaf þannig að maður var orðin hauga ölfaður,eftir allar hita breytingarnar inn og út og inn og út, þegar skaupið byrjaði að ég mundi svona gloppótt eftir því daginn eftir. Þannig að ÁFRAMM brenna klukkan 5.
Ég er með eitthvern helv... kvíðahnút í maganum en hef engu að kvíða, ég reyndar sakna ömmu Hólm mjög mikið í dag.
Það er mjög mikill föstudagur hér í kleinunni í dag. Það alveg streymir liðið út úr Vínbúðinni góðu með bjór í annari og freyði í hinni , með risastórt bros á vör,greinilega komið í annan gír á leiðinni í þann fimmta :o) og svo bara í bakk-gírinn á nýjárs.
Ég vona svo innilega að fólk sjái sér fært að kaupa nokkrar rakettur í ár til að styrkja þessa frábæru björgunarsveit sem er starfrækt hérna á Héraðinu. Ég lít aðrar flugeldasölur svolítið hornauga því mér finnst björgunarsveitirnar eigi einkarétt á þessu. Þeir hafa þjálfaðna mannskap og svo er þetta einn af fáu styrkjum sem þær fá yfir árið. Allavega hoppa við fá sér kaffi og svala fyrir börnin og kaupa sér bara blis, allt telur.
Get eiginlega ekki beðið eftir morgundeginum........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2008 | 16:12
Kellan mætt á bloggið aftur
jæja þá tóks það .... maður smá smokrar sér inní heim tölvunnar , kominn á facebook og moggablogg , það tel ég nú vera gott af sveitastúlku að vera :o)
Var tildæmis að frétta að þú getur lært að prjóna 2 sokka í einu á youtube og hekla og bara allt held ég. Ég var nefnilega í partýi um helgina hjá Byrni vin hans Stulla og þar voru við 3 kærustur mættar 2 með prjónana og sú 3ja hálf spæld því hún gleymdi prjónunum......... HVAÐ ER 'EG EIGINLEGA AÐ VERÐA GÖMUL ? ????? eða ereta bara kreppan sem fer svona vel með mann ?????
GAMLE GAMLE .......við meiraðsegja skiptum 2 gjöfum sem við áttum áður og Stulla datt í hug að kaupa garn í lopapeysur á okkur.........GAMLE GAMLE.
jæja nóg um elli.
Okkur líður ofsa vel hjá ma og pa í bústaðnum. það er eitthvað svo kósý að þurfa alltaf að kveikja upp í arninum til að hita bústaðin. Þar er horft ýmist á flakkara eða spilað og drukkið rautt................. Hvað er betra ? ? ? jú kannski fiskibollur í dós...
síjú píjú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)