Árið er bara að verða búið.........

Að sjálfsögðu verður matur og meðví hjá Birnu "mömmu" á gamlárs. Það kemur bara ekki nýtt ár ef ég fæ ekki að kyssa alla fjölskylduna fyrir framan húsið hjá Birnu og Stebba.

Brennan er kl 17, sem mér finnst vera alger snilld, því þá er tími fyrir eitt spil milli mats og skaups. í stað þess að háma ísig þurfa að rjúka af stað í kraftgallann og húfuna og taka allan þann bjór sem kemst í alla vasa hjá mér og öllum sem hugsanlega hafa skúmaskot. Þetta var líka alltaf þannig að maður var orðin hauga ölfaður,eftir allar hita breytingarnar inn og út og inn og út, þegar skaupið byrjaði að ég mundi svona gloppótt eftir því daginn eftir. Þannig að ÁFRAMM brenna klukkan 5.

Ég er með eitthvern helv... kvíðahnút í maganum en hef engu að kvíða, ég reyndar sakna ömmu Hólm mjög mikið í dag.

Það er mjög mikill föstudagur hér í kleinunni í dag. Það alveg streymir liðið út úr Vínbúðinni góðu með bjór í annari og freyði í hinni , með risastórt bros á vör,greinilega komið í annan gír á leiðinni í þann fimmta :o) og svo bara í bakk-gírinn á nýjárs.

Ég vona svo innilega að fólk sjái sér fært að kaupa nokkrar rakettur í ár til að styrkja þessa frábæru björgunarsveit sem er starfrækt hérna á Héraðinu. Ég lít aðrar flugeldasölur svolítið hornauga því mér finnst björgunarsveitirnar eigi einkarétt á þessu. Þeir hafa þjálfaðna mannskap og svo er þetta einn af fáu styrkjum sem þær fá yfir árið.  Allavega hoppa við fá sér kaffi og svala fyrir börnin  og kaupa sér bara blis, allt telur.

Get eiginlega ekki beðið eftir morgundeginum........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband