5.1.2009 | 16:28
Gubb gubb
Mikill viðbjóður að gubba. Ekki skil ég hvernig hægt er að vera Anórex eða búlemíu sjúklingur, þetta er svo átakanlega sárt , sérstaklega ef það er ekkert til að gubba. En jákvæða hliðinn er að þetta styrkir magavöðvana, allavega er ég með harðsperrur í dag eftir átök gærdagsins.
Ég fór í singalong partý til Sigrúnar syss á laugardag, fyrir valinu var MAMMA MIA sem er snilldar mynd. Þetta var svona sérstök "karíókí" útgáfa. Hefðum þurft að vera aðeins fleiri , en við erum þá allavega búnar að æfa okkur.
Er að fara í kór. mikið hlakkar mig til, ætla að kóra úr mér lungun. Fyrsti tími er á fimmtudag. Ef einhver vill koma með er honum eða henni frjálst að mæta kl 1800 í tónskólann. Held ég sé búin að plata Stulla með mér. Hann stóð sig svo helvíti vel í brúkaupinu okkar.
Þarf að fara að borða eitthvað
luv Stína
Athugasemdir
Klárlega Nóró veiran á ferðinni..en..gaman að þú ert ferð að singja,þú singur þá mömmu ísvefn á kvöldin.
mamma (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 21:25
Gott að þetta er þá yfirstaðið ljúfan mín. Ömurlegt að vera flökurt......
Frábært að fara í kór.......Læra að anda og allt það.......Þú hefur nú svo góða rödd krúttið mitt. Ég hlýt þá að fá söng í svefn þegar þú kemur suður einhverntímann fyrst mamma þín fær söng á hverju kvöldi :-)
knús.
Tengdó
Liz (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.